Tix.is

Um viðburðinn

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzo-sópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari mynda Duo Atlantica sem kemur fram á Arctic Concerts í Iðnó, fimmtudaginn 20. júlí kl.20.30.   

Duo Atlantica hefur á fimmtán ára ferli, lagt áherslu á Íslensk og Evrópsk sönglög, gjarnan með rætur í þjóðlegri tónlist, í hrífandi útsetningum Javiers á gítarinn við einstaka söngrödd Guðrúnar.  Framsetning laganna er mögnuð af frásögnum sem leiða áheyrandann djúpt inn í heim tónlistarinnar og inn í ljóðræna fantasíu.

Guðrún og Javier komu fyrst fram saman árið 2002 í Guildhall School of Music and Drama í London, þaðan sem þau luku bæði mastersgráðu í tónlist. Síðan þá hafa þau komið reglulega fram í fjölmörgum tónleikasölum og á tónlistarhátíðum víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku. Þau hafa tekið upp þrjá geisladiska:  Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög (12 tónar), English and Scottish Romantic Songs for voice and guitar (EMEC Discos) og Secretos Quiero Descubrir (Abu Records). Upptökur þeirra má einnig heyra á diskunum Inspired by Harpa, Icelandic Folksongs and Other Favorites og Kom skapari. www.duoatlantica.com

https://www.facebook.com/events/2039962132892585

https://www.youtube.com/watch?v=0FCIgpExrMA&index=4&list=PLLoEnKWfRqd0USAHeOB0ZE5a7kOIQvsTE