Tix.is

Um viðburðinn
Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari spilar á Arctic Concerts í Iðnó fimmtudaginn 27. júlí, kl. 20:30

miðaverð kr. 2.500

Efnisskráin er þjóðleg; gömul sálmalög úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar, verk byggð á íslenskum þjóðsögum, efni unnið úr þjóðlögum auk landslags og stemmingsmynda úr íslensku umhverfi með persónulegum tengingum.  Einnig leikur Eva Mjöll prelúdíur eftir Shostakovitch með Flemming V. Valmundarsyni á harmoniku.  Eva Mjöll nýtir sér tæknina við flutning tónverka sinna, leikur m.a. á rafmagnsfiðlu auk klassísku fiðlunnar og vinnur með myndefni á tónleikunum.


Eva Mjöll hóf reglubundið fiðlunám 7 ára gömul. Innan við tvítugsaldur lá leið hennar í Tónlistarháskólann í Brussel, þar sem prófessor Leon-Ara var kennari hennar í 3 ár. Hún var við nám í Genf hjá Corrado Romano og síðar hjá Istvan Parkanyi við Sweelink tónlistarháskólann í Amsterdam, en sótti á sumrin meistaraklassa hjá Tibor Varga, Zachar Bron, Victor Pikaisen og Stephan Georghiu.  Fiðluleikur hennar ber keim af hinum austur-evrópska og rússneska skóla með slípuðum, fíngerðum en jafnframt tilfinningaþrungnum tóni. 

Eva Mjöll var um tíma búsett í Japan þar sem hún efndi til tónleika sem hlutu mikið lof en efni þeirra var hljóðritað á fyrsta geisladisk hennar árið 1995.  Annar geisladiskurinn kom svo út árið 1998.  Eva Mjöll stundaði nám í tónsmíðum, útsetningum og hljómsveitastjórn við Harvard háskólann í Boston. Hún hefur ferðast víða og starfað í Boston, Kenya, Japan, Pakistan og Simbabwe en er núna búsett i New York.  Meðal tónleikastaða sem Eva Mjöll hefur leikið á, má nefna;  The Trinity Church in New York City and the Corcoran Gallery of Art in Washington D.C. og árlega í Carnegie Hall NYC.