Tix.is

Um viðburðinn

Kammertónleikar Berjadaga fara fram í Ólafsfjarðarkirkju. Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason leiða saman hesta sína í stórkostlegum verkum. Fluttar verða tvær franskar fiðlusónötur eftir þá meistara Francis Poulenc og Camille Saint-Saëns. Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari slæst í lið með Bjarna og Huldu til að kveða upp „drauginn“ í hinu magnaða píanótríói Beethovens.

Aðgangur ókeypis fyrir 18 ára og yngri!

Flytjendur: Hulda Jónsdóttir fiðla, Bjarni Frímann Bjarnson píanó, Ólöf Sigursveinsdóttir selló

Tónlistarhátíðin Berjadagar 2017 fer fram á Ólafsfirði 17.-20. Ágúst. Á hverju kvöldi verða klassískir tónleikar og skemmtilegir viðburðir á daginn. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri nema í lokahófið í Tjarnarborg.

Athugið að hátíðarpassi fyrir alla tónleika og lokahóf hátíðarinnar veitir góðan afslátt en hann kostar 9500 kr./1500 kr. fyrir 18 ára og yngri.

Hátíðarpassi

Facebook