Tix.is

  • 08. okt. - Kl. 20:00
  • 08. okt. - Kl. 20:00
Miðaverð:9.990 - 14.990 kr.
Um viðburðinn

Future er einn heitasti tónlistarmaður heims í dag. Fyrr á árinu droppaði hann tveimur sjóðandi heitum plötum sem fóru báðar á toppinn á Billboard 200 listann, líkt og flestar plötur sem hann hefur gefið út. Það er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hann á hátindi ferils síns! Emmsjé Gauti og Aron Can munu hita upp fyrir Future í Höllinni þann 8. október!

Future, eða Nayvadius DeMun Wilburn, er einnig lagasmiður og plötuframleiðandi og byrjaði feril sinn á að semja lög og texta fyrir aðra í tónlistarbransanum áður en hann einbeitti sér að sjálfum sér sem tónlistarmanni. Ferill hans sem artisti fór á flug eftir lagið „Racks“ sem YC flutti með Future árið 2011. Strax á annarri plötu sinni, Honest, var hann farinn að vinna með stórnúmerum á borð við Kanye West, André 3000 og Drake.

Í febrúar 2017 gaf Future út tvær nýjar plötur með viku millibili sem heita FUTURE og HNDRXX. Þær fóru beint í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og er þetta í fyrsta skipti sem tónlistarmaður nær tveimur plötum í röð á topp listans. Aðrar plötur frá honum sem hafa náð á toppinn eru DS2, EVOL og What a Time to Be Alive sem hann gaf út með Drake.

Future hefur unnið með mörgum þekktum artistum líkt og The Weeknd, Rihönnu, Wiz Khalifa og YC. Hann á mörg vinsælustu lög heims í dag og má þar nefna „Selfish“, „Move That Dope“, „Turn on the Lights“, „Jumpman“ og „Mask Off“.

Um tvö verðsvæði er að ræða; stæði kostar 9.990 kr en númerað sæti kostar 14.990 kr.
Ekkert aldurstakmark er á tónleikana sjálfa en 12 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Áfengi verður eingöngu selt á afmörkuðum svæðum og er 20 ára aldurstakmark inn á þau.
Skilríkja verður krafist við innganga á barsvæðin.

Umsjón: Sena Live

Afhending miða:
Hard Rock Café
Lækjargata 2A
101 Reykjavík