Tix.is

  • Frá 02. desember
  • Til 22. desember
  • 17 dagsetningar
Miðaverð:8.998 kr.
Um viðburðinn

Kæru jólaunnendur. Það seldist upp á 14 jólatónleika Baggalúts á ógnarhraða þegar miðasala hófst þann 12. september. Því hefur jólatónleikadeild Baggalúts ákveðið, með gleði og þakklæti í hjarta, að bæta við eftirfarandi tónleikum í Háskólabíói:
Laugardagur 2. des. kl. 17
Laugardagur 2. des. kl. 21
Sunnudagur 3. des. kl. 17
Sunnudagur 3. des. kl. 21

Baggalútur heldur í þá rammíslensku jólahefð að blása til jólatónleikaraðar í Háskólabíói.

Svokallað einvalalið hljóðfæraleikara og söngvara klæðir sig í sparifötin og flytur klassísk jólalög á sinn einstaka hátt eins og undanfarin 11 ár.

Ekki fara í jólatónleikaköttinn. Jóló 2017!