Tix.is

Um viðburðinn

Morðsaga er mynd gerð eftir handriti Reynis Oddssonar og greinir frá hroðalegum atburði í lífi velstæðrar fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn fær ekki ráðið við ómótstæðilega girnd sem uppeldisdóttirin vekur í brjósti hans. 


Gjörningur Ragnars Kjartanssonar Taktu mig hérna við uppþvottavélina - minnisvarði um hjónaband verður sýndur dagana 9.-24. september í Listasafni Reykjavíkur sem hluti af sýningunni Guð hvað mér líður illa. Atriði úr Morðsögu þar sem foreldrar Ragnars sjást í ástarleik, er síendurtekið í bakgrunni gjörningsins. Í fjölskyldunni gengur sú saga að listamaðurinn hafi verið getinn einmitt um það leyti þegar myndin var tekin upp.


 Af þessu tilefni mun Bíó Paradís sýna endurbætta stafræna útgáfu af Morðsögu (1977) Reynis Oddssonar föstudagskvöldið 15. september kl 18:00! Myndin verður sýnd með enskum texta. ----