Tix.is

Um viðburðinn

Pole Theatre er röð alþjóðlegra súludanskeppna sem á uppruna sinn í Ástralíu og er nú haldin í fyrsta skipti á Íslandi. 

Keppt er í fjórum flokkum; Art, Classique, Comedy og Drama, en í keppninni er lögð rík áhersla á skemmtanagildi atriða. Í Art sýna keppendur færni sína í ýmsum dansstílum með súlunni; í Drama er reynt að hreyfa við áhorfendum með grípandi sögum; í Comedy er reynt að fá áhorfendur til að hlæja; og í Classique er uppruni sportsins hafður í hávegi með hælum og hársveiflum.

Keppt er í tveim erfiðleikastigum, Semi Pro og Professional, en það eru um 20 keppendur á hvoru stigi, frá samtals 16 löndum og er Ísland að sjálfsögðu eitt þeirra.

Alhliða sigurvegarar í bæði Semi Pro og Professional tryggir sér svo þáttökurétt í heimsmeistaramótinu Pole Theatre Worlds 2018, svo komdu og hvettu okkar fólk áfram.

Erlendir dómarar eru ekki af verri endanum, Terri Fierce: frumkvöðull í paraæfingum á súlu, Kenneth Kao: Pole Ninja og Marlo Fisken: lengi talin sú allra fremsta í sportinu

Það er svo engin önnur en Margrét Erla Maack sem verður kynnir keppninnar og heldur stuðinu gangandi.


Húsið opnar kl. 15:30 og keppni hefst kl. 16:00 í Semi-Pro erfiðleikastigi

Húsið opnar kl. 19:30 og keppni hefst kl. 20:00 í Professional erfiðleikastigi

----- 18 ára aldurstakmark -----


Nánari upplýsingar á https://www.poletheatreiceland.com/