Tix.is

Um viðburðinn

Jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna eftir Felix Bergsson í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds. 

Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 og hefur verið sýnt reglulega á aðventunni síðan þá. Árið 2015 sneri sýningin aftur „heim“ í Tjarnarbíó og hefur algjörlega slegið í gegn að nýju og uppselt á allar sýningar. Margir líta á það sem hluta af jólaundirbúningnum að koma í Tjarnarbíó og heyra og sjá söguna í flutningi Felix Bergssonar. Í kjölfarið hefur Forlagið endurútgefið bókina með ævintýrinu en hún hefur verið uppseld í áraraðir. Bókin er til sölu á sýningum.

Verkið er æsispennandi ævintýri sem byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða. Nú eru það jólasveinarnir sem reyna að bjarga drengnum Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð.

Leikari: Felix Bergsson
Höfundur: Felix Bergson í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds
Brúður og leikmynd: Helga Arnalds
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlistarstjóri: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson
Meðleikari og sviðsstjóri: Guðmundur Felixson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir