Tix.is

Um viðburðinn
Phil Doyle, saxófónn
Eyþór Gunnarsson, píanó
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi
Einar Scheving, trommur

 Kvartett Phil Doyle, sem kemur frá Chicago í Bandaríkjunum og Einars Scheving opnar spennandi haustdagskrá Múlans. Þeir félagar hittust í Miami þegar þeir voru báðir við nám við University of Miami. Þeir hafa haldið sambandi æ síðan og luku þeir nýverið við að hljóðrita fyrstu sólóplötu Phil Doyle. Hljómsveitin mun leika lög eftir Phil og Einar, í bland við vel valda standarda.