Tix.is

Um viðburðinn

Húmor og hold - daður og dónó!

Hinn ótrúlegi Reykjavík Kabarett fagnar eins árs afmæli! Íslenska kabarettfjölskyldan mun láta ljós sitt skína ásamt einvalaliði gesta. Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi, töfrum, tónlist, dansi... með skvettu af fullorðinsbröndurum og er púsluspil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Sérstakir gestir eru The Saint Edgard og Ellie Steingraeber; St. Edgar er íslenskur boylesque-dansari í Stokkhólmi sem hefur heldur betur slegið í gegn í burlesquesenunni þar. Ellie Steingraeber er sirkuslistakona sem býr í New York. Hún hefur komið fram á Broadway og með The Big Apple Circus en í dag einbeitir hún sér að kabarettklúbbum og er fastráðin á The Slipper Room og House of Yes í New York. Íslenska kabarettfjölskyldan mun rífa þakið af húsinu og leynigestir skjóta upp kollinum.

Það er 18 ára aldurstakmark á sýninguna. Frjálst sætaval og takmarkaður fjöldi miða í boði. Athugið að uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu kabarettsins hingað til. Við minnum einnig á að ekki þarf að skilja íslensku til að njóta þessarar sjónrænu sýningar svo hún er tilvalin fyrir þá sem eru með erlenda gesti í heimsókn.

Fimmtudagur, 9. nóvember kl. 21:00
Föstudagur 10. nóvember kl. 22:00
Laugardagur 11. nóvember kl. 22:00

Hús er opnað hálftíma fyrir sýningu. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og myndatökur eru með öllu bannaðar.Sýningin er ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.