Tix.is

Um viðburðinn

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! Laugardaginn 18. Nóvember kl.14 heldur Lúðrasveitin Svanur aftur tónleika í Norðurljósum Hörpu með lögum úr ýmsum tölvuleikjum, þar sem samliða tónlistinni eru sýnd áhrifamikil myndskeið úr leikjunum á stóru tjaldi fyrir aftan sveitina. Frábær upplifun sem enginn tölvuleikja- og/eða lúðrasveitaaðdáandi má missa af!

Haustið 2013 hélt Svanurinn slíka tónleika í Norðurljósum Hörpu. Skemmst er frá að segja að tónleikarnir vöktu stormandi lukku og segja má, að beiðnir um að endurtaka leikinn hafa borist með reglulegu millibili allt frá því að slegið var af á þessum tónleikum fyrir fjórum árum.

Á dagskrá tónleikanna verkin Fallout 4, Undertale, I was born for this, Megaman Medley, Monkey Island, The Moon, Still Alive, Battlefield 1942, Elder Scrolls, The Legend of Zelda, Super Mario Bros., Video Games Live Part 1 & 2 og, síðast en ekki síst, World of Warcraft.

Komið og njótið frábærrar tónlistar og ævintýralegra myndskeiða!