Tix.is

Um viðburðinn

Húmor og hold - daður og dónó!

Hinn ótrúlegi Reykjavík Kabarett slær upp nýárssýningu.  Íslenska kabarettfjölskyldan mun láta ljós sitt skína ásamt einvalaliði gesta. Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi, töfrum, tónlist... með skvettu af fullorðinsbröndurum og er púsluspil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Sérstakir gestir frá New York eru hin sjóðheita og silkimjúka Jezebel Express, furðuburlesquedrottningin Tiger Bay og töframaðurinn Matthew Holtzclaw. Frá Stokkhómi kemur hinn sjóðheiti og íslenski St. Edgar. Auk þeirra sprella Margrét Erla Maack, Lárus Blöndal, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Margrét Arnar, Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, Sigurður Heimir Guðjónsson (Gógó Starr) og Þórdís Nadia Semichat.


Það er 18 ára aldurstakmark á sýninguna. Frjálst sætaval og takmarkaður fjöldi miða í boði. Athugið að uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu kabarettsins hingað til. Við minnum einnig á að ekki þarf að skilja íslensku til að njóta þessarar sjónrænu sýningar svo hún er tilvalin fyrir þá sem eru með erlenda gesti í heimsókn.

Hús er opnað hálftíma fyrir sýningu. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og myndatökur eru með öllu bannaðar. Sýningin er ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.