Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Kjass kemur saman aftur efir þriggja ára hlé á Akureyri.

Hljómsveitin spilar útsetningar á hefðbundnum íslenskum sönglögum og frumsamda tónlist eftir Fanney Kristjáns Snjólaugardóttur.

Fyrsta plata sveitarinnar er á síðasta skeiði meðgöngunnar og verður flutt í heild sinni ásamt nýjum/gömlum popp og rokklögum á tónleikunum. Hljómsveitin er skipuð úrvals hljóðfæraleikurum á sínu sviði.

Anna Gréta Sigurðardóttir nemur djasspíanóleik við Kungliga Musighögskolan í Stokkhólmi leikur á flygil. Anna var valin bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2015 og skal engan undra, því píanóleikur hennar lætur engan ósnortin sem á hlíðir.

Mikael Máni Ásmundsson er á loka metrunum í djassgítarnámi í Conservatorium von Amsterdam. Hann er einn efnilegasti gítarleikari sem Ísland hefur alið.

Tómas Leó Halldórsson sem útskrifaðist nýlega úr FÍH, er í hljómsveitinni KYN og fleirum. Spilagleiði Tómasar er einstök og ekki margir bassaleikarar sem slá honum við.

Rodrigo Lopes, latin trommarinn knái situr að þessu sinni við trommusettið, en hann hefur einstakt lag á að ljá lögum sinn stíl.

Söngkonuna Fanney Kristjáns þarf vart að kynna fyrir Akureyringum, hér er á ferðinni gríðarlega öflug söngkona með einstaka túlkun og jafnvíg á allar gerðir tónlistar. Fanney hlaut styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmsonar 2016.

Við viljum þakka Akureyrarstofu kærlega fyrir stuðninginn, þetta væri ekki hægt án ykkar aðstoðar!