Tix.is

Um viðburðinn

Fyrsta skosk/íslenska uppistandshátíðin! 

Scotch on Ice uppistandshátíðin verður haldin í Reykjavík 8.-10. febrúar. Hópur grínista frá Skotlandi ætlar þá að sækja Íslendinga heim til að kynnast íslensku gríni og hjálpa okkur að hlæja í skammdeginu. Íslenskir uppistandarar slást í hópinn á sýningunum því ef einhverjar tvær þjóðir eiga samleið í gríni, þá eru það Ísland og Skotland!

*Ath. allt efni verður flutt á ensku. Miðasala hefst á tix.is og harpa.is 19. desember.

Scotch on Ice í Gamla bíói:
Föstudagskvöldið 9. febrúar verður fjölbreytt uppistandssýning í Gamla bíói, henni stýrir hinn magnaði Liam Withnail, rísandi stjarna í Bretlandi og einn besti kynnirinn á grínsenunni í Edinborg en hann hefur fengið frábæra dóma fyrir einkasýningarnar sínar á Edinborgarhátíðinni. Annar sem sló í gegn á þeirri hátíð er okkar eigin Ari Eldjárn en hann mun ljúka sýningunni í Gamla bíói með uppistandi á ensku.

14 ára aldurstakmark

Scotch on ice í Hörpu