Tix.is

  • Frá 09. febrúar
  • Til 25. febrúar
  • 4 dagsetningar
Miðaverð:3.900 kr.
Um viðburðinn

Ástin er að halda jafnvægi

Nei fokk
Ástin er að detta


Ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysur ástarinnar.  Með texta Elísabetar Jökulsdóttur að vopni, mun RaTaTam syngja, dansa og leika sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna. 

Í verkum Elísabetar Jökulsdóttur er ástin útgangspunktur, miðja og endir. Hún fjallar um hluti sem við öll könnumst við á þann máta að við tengjumst textanum og skiljum hvað liggur að baki. Í kabarettnum Ahhh notum við ljóðin hennar og smásögur og opnum leikhúslega. 

Í gegnum textana spyrjum við okkur hvað ástin sé. Er hún kærleikurinn til okkar sjálfra? Rómantíski kærleikurinn? Eða er það kynorkan sem sumir kalla ást? Er það ástin til barnanna okkar, til fjölskyldu okkar, náttúrunnar? Er ástin það að lifa? Er ástin tilfinning eða er hún val? Andstæðan við einmanaleika?


Leikstjóri: Charlotte Bøving 
Textar og ljóð: Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Leikmynda og búningahönnun: Þórunn María Jónsdóttir 
Tónlist og hljóðmynd: Helgi Svavar Helgason 
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson 
Hreyfingar: Hildur Magnúsdóttir
Leikarar: Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir, Laufey Elíasdóttir 
Ljósmyndun: Saga Sigurðardóttir 
Grafísk hönnun: Alexandra Baldursdóttir 
Myndbönd: Ragnar Hansson