Tix.is

Um viðburðinn

Reykjavík Dance Festival kynnir: 
Únglingurinn í Reykjavík

Allar mínar systur
Eftir Önnu Kolfinnu Kuran og FWD Youth Company

Verkið "allar mínar systur" er einskonar feminísk útópia sem tekur útgangspunkt frá nornum sem lækningakonur og hugmyndinni um Mæðraveldi. Gegnum samstöðu, auðmýkt og sköpunarkraft töfra nornirnar fram hvert ritúalið á fætur öðru og taka áhorfendur með í einskonar hugleiðslu eða sálarmeðferð. Verkið er innblásið af og óður til samtímans, til byltingarinnar sem á sér stað núna, til systralagsins, til fjórðu öldunnar, til þriðju, annarar og fyrstu aldanna.

FWD Youth Company er danshópur fyrir unga dansara sem er ætlaður þeim sem hafa góðan grunn í dansi, hafa lokið framhaldsbraut í listdansi og/eða hafa áhuga á að þróa sig sem danslistamenn. Danshópurinn er hugsaður sem einskonar brú eftir framhaldsnám áður en ungir dansarar halda í háskólanám eða taka fyrstu skrefin út í atvinnulífið. Hópurinn hefur fengið að halda starfsemi sína í húsnæði Klassíska Listdansskólans við Grensásveg 14 en er þó sjálfstætt starfandi verkefni utan námskrá skólans.

Danshöfundur/Hugmynd/Búningar: Anna Kolfinna Kuran

Flytjendur/Nornir: Alma Kristín Ólafsdóttir, Andrea Urður Hafsteinsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Guðrún Mist Hafsteinsdóttir, Halldóra Ósk Helgadóttir, Inês Casaca, Kristín María Ómarsdóttir, Lísandra Týra Jónsdóttir.

Þakkir: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Carlo Cupaiolo.

Verkefnið er í samstarfi við Dansgarðinn