Tix.is

Um viðburðinn

Þegar fyrsta hljómplata Metallica, Kill ‘Em All, kom út árið 1983 olli hún straumhvörfum í tónlistarheiminum og þá sérstaklega á sviði þyngra rokks. Þarna var lagður hornsteinn sem allir þungarokkarar heimsins hafa síðan hlaðið utan á, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, og enda þótt skiptar skoðanir séu um Metallica í dag ríkir einróma sátt um Kill ‘Em All. Platan er einfaldlega meistaraverk.

Melrakkar er hljómsveit 5 manna sem allir hafa gengið gegnum lífið með Kill ‘Em All í blóðinu og í upphafi var bandið stofnað með það eitt fyrir augum að spila plötuna í heild sinni. Viðtökurnar urðu hinsvegar slíkar að ótækt var að láta staðar numið. Nú mæta Melrakkar aftur til leiks með enn meira í pokahorninu. Uppistaðan er vissulega eldra efni Metallica en inn á milli leynast einnig klassískar metalperlur frá svipuðu tímabili.

Takið fram leðurjakkana og gallavestin, við sjáumst á Gauknum 27. júní!

Melrakkar:
Aðalbjörn Tryggvason (Sólstafir) – Söngur
Bjarni M. Sigurðarsson (Mínus) – Gítar
Björn Stefánsson (Mínus) – Trommur
Flosi Þorgeirsson (HAM) – Bassi
Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) – Gítar

Bootlegs sjá um upphitun

Húsið opnar kl 21