Tix.is

Um viðburðinn

Vopnaskak er bæjarhátíð Vopnafjarðar sem haldin er á hverju ári. Í ár verður öllu tjaldað til og endurvaktir verða viðburðir sem nutu gríðalegra vinsælda þegar hátíðin var sem stærst.

Þar ber helst að nefna hagyrðingakvöld og Hofsball þar sem hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi. Frítt er inn á hátíðina en hér á síðunni eru til sölu forsölumiðar á þrjá stærstu viðburðina. Hægt er að kaupa miða á stakan viðburð en einnig er í boði sérstakt pakkatilboð. Takmarkað magn miða er á þessa viðburði.

Hagyrðingakvöld á Vopnafirði hafa alltaf verið minnistæð og er hugmyndin á bakvið hagyrðingakvöld vopnfirsk. Mörg ár eru frá því hagyrðingakvöld var haldið síðast á Vopnafirði en nú hefur viðburðurinn verður endurvakinn. Davíð Þór Jónsson verður stjórnandi og hayrðingar verða Hjálmar Jónsson, Friðrik Steingrímsson, Andrés Björnsson, Björn Ingólfsson og Hrönn Jónsdóttir. Síðan munu tónlistarmennirnir Magnús og Jóhann stíga á svið.

Hofsball er ekta gamaldags sveitaball en löng saga er á bakvið hin fjöldamörgu Hofsböll sem haldin voru á Vopnafirði á árum áður. Margar kynslóðir eiga sér minningar af Hofsballi en langur tími er liðinn frá því þa síðasta var haldið. Í ár mun hljómsveitin Buff leika fyrir dansi.

Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt en meðal dagskrárliða má nefna Einar Mikael töframann, listasýningar, kjötsúpukvöld, Bustarfellsdag, miðnætursund, golfmót og markaðstorg. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að kaupa sérstakan Hátíðarpassa, hann gildir inn á alla 3 viðburðina

Vopnafjörður bíður upp á fjölbreytta gistimöguleika og afþreyingu utan dagskrár. Nóg tjaldsvæðispláss er á staðnum, veitingahús, kaffihús og Selársdalalaug svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar um Vopnafjörð má finna á heimsíðu Vopnafjarðarhrepps

Frekari upplýsingar og dagskrá má nálgast á Vopnafjarðardögum á facebook og vefsíðu Vopnafjarðar