Tix.is

Um viðburðinn

Eistnaflug 2015 verður haldið í íþróttahúsinu í Neskaupstað dagana 8. – 11. júlí. Aldrei hefur önnur eins dagskrá verið á Eistnaflugi eins og núna í sumar og algjörlega klárt mál að Eistnaflug 2015 er eitthvað sem þú mátt ekki missa af. Fjórir dagar af gleði, hamingju, rokki og róli.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru:
Agent Fresco | Alchemia | Auðn | Behemoth | Brain Police | Brim | Börn | Carcass | Conan | Dimma | Dr. Gunni |DYS | Enslaved | FM Belfast | Grísalappalísa | HAM | Icarus | Inquisition | Kontinuum | Kvelertak | LLNN | Lvcifyre | Lights on the Highway | Misþyrming | Momentum | Muck | Rotting Christ | Saktmóðigur | Severed | Sinmara | Skálmöld | Sólstafir | Vallenfyre | Vampire | The Vintage Caravan

35 hljómsveitir og svo auðvitað DJ Töfri

Tónleikar fyrir alla aldurshópa byrja klukkan 19:00 mðvikudaginn 8.júlí og þar koma fram hljómsveitirnar:
The Vintage Caravan | DYS | LLNN | Dr. Gunni

Eftir krakkatónleikana ætla Sólstafir að flytja eigin tónsmíðar á kraftmikinn hátt við víkingamyndina Hrafninn Flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson.

Við endum svo miðvikudaginn með bombu! The Vintage Caravan, ásamt nokkrum vel völdum vinum, ætla að flytja verkið Lifun eftir Trúbrot í heild sinni. Platan Lifun kom út árið 1971 og fékk m.a. þá umsögn að hún væri meistaraverk á heimsmælikvarða og besta verk sem íslensk hljómsveit hafi sent frá sér. Þetta er ekki flókið , það er bannað að missa af þessum tónleikum.

Það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl !!!!