Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Eivør, Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins flytja dramatískt tónverk  þar sem leitað er fanga í þjóðsögunni um konu í selsham og hafið, ástin og frelsisþráin gegna lykilhlutverki.

 

Söngkonan og lagahöfundurinn Eivør Pálsdóttir og tónskáldið Peter Jensen sömdu þessa tónlistartúlkun á færeysku þjóðsögunni um kópakonuna í Mikladali. Verkið er abstrakt en um leið þrungið tilfinningum. Sagan er átakamikil, með skýran siðferðisboðskap og í tónlistarumgjörðinni má finna enduróm af bæði náttúruhljóðum og sálmum Thomasar Kingo. Verkið um kópakonuna í Mikladali var samið og útsett sérstaklega fyrir Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins.

Stjórnandi: Geir Lysne
Verk eftir: Eivør Pálsdóttir, Peter Jensen og Marjun S.Kjelnæs.

Um frumflutninginn í nóvember 2014 skrifaði einn gagnrýnandi:

 

„Um leið og fyrstu hljómarnir ómuðu sáu áheyrendur fyrir sér ólgandi brim við grýttar strendur á norðlægum slóðum. Þökk sé persónulegri túlkun og kynngimagnaðri sviðsframkomu Eivarar efaðist enginn í augnablik um að hún sjálf væri nýrisin úr hafi, rétt eins og konan í þjóðsögunni.