Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Sérstakir Heiðurstónleikar í minningu Ellyjar Vilhjálms voru haldnir í apríl sl. í Norðurljósasal Hörpu í tilefni af því að Elly hefði orðið 80 ára þann 28.desember sl. og nú er efnt til aukatónleika vegna fjölda áskorana.

Aukatónleikarnir verða þann 1.október kl.20.00 í Norðurljósasal Hörpu og sem fyrr eru það söngkonurnar Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Gunnars sem syngja vinsælustu lögin hennar Ellyjar, lög sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi og notið gríðarlegra vinsælda.

Elly Vilhjálms var ekki bara stórkostleg söngkona heldur hefur hún einnig verið fyrirmynd margra íslenskra söngkvenna og lögin sem hún söng eru löngu komin í flokk bestu dægurlaga íslenskrar tónlistarsögu.

Þær Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Gunnars vilja með þessum tónleikum heiðra minningu einnar dáðustu söngkonu Íslands, með þakklæti og virðingu.

Hljómsveit kvöldsins:
Gunnar Gunnarsson píanó og hljómsveitarstjórn
Sigurður Flosason saxófónn,klarinett,flauta og slagverk
Ásgeir Ásgeirsson gítar og mandólín
Þorgrímur Jónsson bassi
Hannes Friðbjarnarson trommur
Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborð ofl.