Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Múmínálfarnir sem Tove Jansson skapaði eru mörgum afar kærir og ná vinsældir þeirra langt út fyrir heimahagana. 70 ára afmæli þessara ástsælu álfa var fagnað í Finnlandi með útkomu Múmínálfa í söngvaferð, nýrrar söngvabókar með geisladiski, sem hlaut finnsku Emma-verðlaunin 2014. Það var Fílharmóníusveitin í Helsinki sem frumflutti Múmínálfa í söngvaferð vorið 2015 í útsetningum Matta Kallio, en það var upphafið að mikilli söngvaferð Múmínálfanna um gjörvallt Finnland. Nú flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, fyrst hljómsveita utan Finnlands, þessa geysivinsælu söngva í þýðingu Þórarins Eldjárns. Með hljómsveitinni á tónleikum koma fram stórsöngvararnir Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.

Litríkt og fallegt myndefni fylgir tónleikunum og þannig er hægt að fylgjast með sögunni bæði í myndum og tónum. Erkki Lasonpalo stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum, en hann stjórnaði einnig frumflutningi verkefnisins í Finnlandi.