Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Ný og sungin latíntónlist eftir Tómas R. Einarsson, flutt af tíu manna hljómsveit. Tómas hefur staðið fyrir fjölbreytilegum latíntónlistarverkefnum síðustu fimmtán árin og síðasta latínskífa hans, Bassanótt, fékk nýverið hæstu einkunn í All About Jazz (“This is the most beautifully strange and satisfying Latin jazz.” / “This is top-drawer Latin jazz for an unlikely place, making it all the better” AAJ 6/1 2016). Söngurinn verður í forsæti í þessu nýja verkefni, með ljóðum eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Halldór Laxness, Stein Steinarr, Sigtrygg Baldursson og Tómas sjálfan. Með kontrabassaleikaranum Tómasi koma fram Sigríður Thorlacius, söngur, Bógómíl Font, söngur, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, raddir og barítónsaxófónn, Ómar Guðjónsson, gítar og raddir, Davíð Þór Jónsson, píanó, Snorri Sigurðarson, trompet, Samúel Jón Samúelsson, guiro, básúna og raddir, Sigtryggur Baldursson, kóngatrommur, Kristófer Rodríguez Svönuson, bongótrommur og Einar V. Scheving, timbales og kóngatrommur.

Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur og eru einnig í boði sem hluti af hátíðarpassa sjá reykjavikjazz.is/midar-tickets/"