Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

"Það er löngu orðið tímabært að Secret Swing Society gefi frá sér plötu enda hefur hljómsveitin nú starfað í 6 ár.

Hljómsveitin var stofnuð í Amsterdam, meðan meðlimir hennar stunduðu þar tónlistarnám, og hefur hún spilað mikið í tónleikasölum, úti á götum, mörkuðum og síkjum borgarinnar. Einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen Íslandi og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á jazzhátíðum, tónleikum eða úti á götum.

Hljómsveitin leikur og syngur gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller.

Hljómsveitina skipa þeir Andri Ólafsson - kontrabassi og söngur, Grímur Helgason klarinett og söngur, Guillaume Heurtebize gítar, banjó og söngur, Dominykas Vysniauskas trompet og söngur, Kristján Tryggvi Martinsson pianó, harmónikka og söngur. Sérstakur gestur á þessum tónleikum verður Björgvin Halldórsson. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur og fara fram í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 14.ágúst kl 15:00.Tónleikarnir eru í boði sem hluti af hátíðarpassa en einnig sem stakir tónleikar. Sjá reykjavikjazz.is/midar-tickets/"