Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Tónleikaárið 2016-2017 fer af stað ný tónleikaröð í Hörpu, svokallaðir Sígildir sunnudagar.

Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega.

Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist. Meðal þátttakenda í röðinni eru tvö flaggskip íslenskrar tónlistar á klassíska sviðinu, Kammersveit Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbburinn, en auk þeirra koma fram Strokkvartettinn Siggi, Kammerhópurinn Elektra, Ljóðasöngsröð Gerrit Schuil og Barokksveitin Brák, ásamt fleirum. Auk þess verður ferður sett á stokk ný tónleikaröð ungra tónlistarmanna í samstarfi við FÍT og FÍH, Velkomin heim. Með henni er ungt tónlistarfólk sem nýlokið hefur námi hvatt til dáða. Sígildir sunnudagar eru metnaðarfullt átak sem vert er að fylgjast með.

Megin uppistaða tónleika Kammersveitar Reykjavíkur að þessu sinni eru tveir sívinsælir og gjörólíkir ólíkir sextettar sem báðir eru innblásnir af minningum og geisla af lífsþrótti. Mládí eða Æska eftir Janácek fyrir blásara og strengjasextettinn Souvenir de Florence eftir

Tchaikovsky. Einnig verður leikin Serenaða nr. 1 eftir Martinu fyrir þar sem blásturs- og strokhljóðfæri sameinast. Serenaðan er létt, í nýklassískum anda og með þjóðlegu ívafi sem stöku sinnum vísar til þorpshljómsveitarinnar.

Tchaikovsky skrifaði Souvenir de Florence sumarið 1890. Verkið byggir á stefjum sem tónskáldið rissaði upp þegar hann dvaldi í Florence, einum af uppáhalds áfangastað sínum fyrr um árið. Þrátt fyrir að vera í moll er karakter verksins óheftur og sprúðlandi. Snilligáfa Tchaikovskys sem meistara laglínunnar skín í gegn í öðrum kaflanum og í ærslafullum þriðja kaflanum koma áhrif slavneskrar þjóðlagahefðar í ljós. Það loftar um frjálslegar laglínurnar í lokakaflanum og að lokum hljómar fúga í sex röddum sem Tchaikovsky var réttilega sérlega stoltur af.

Tékkneska tónskáldið Janácek samdi hið glaðlega Mládí, árið 1924 á sjötugasta aldursári. Þá var hann við upphaf blómatímabils sköpunarferils síns, en það var ekki fyrr en á síðustu árum ævi sinnar að Janacék tók að semja kammerverk, en alls liggja eftir hann fimm slík verk. Mládí byggir m.a. á stefjum sem Janácek heyrði og söng sem drengur í Augustine klaustuskólanum í Brno. Verkið ber þess vitni að Janácek hafi átt yndislega æsku því tónlistin eru upp full af barnslegri gleði og bjartsýni, og að lokum hetjuleg, þar sem hún svífur þöndum