Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

DesignTalks 2017

DesignTalks er einstakur viðburður sem þeir sem láta sig nýjustu strauma og stefnur varða, og áhugafólk um hönnun og arkitektúr, láta ekki framhjá sér fara. Dagurinn markar upphaf HönnunarMars hátíðarinnar og samanstendur af fyrirlestrum, viðtölum og óhefðbundnu uppbroti af ýmsu tagi. Fyrirlestrardeginum er ætlað að veita áhrifafólki í viðskiptum, stjórnvöldum, almenningi og hönnuðum innblástur til samtals og samstarfs í leit að nýjum leiðum.

Listrænn stjórnandi DesignTalks er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og framtíðarrýnir, en dagurinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands með stuðningi frá Arion banka og Reykjavíkurborg