Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Þann 25. mars 2017 verður hátíðardagskrá í Eldborgarsal Hörpu sem tileinkuð er íslensku Vesturförunum og afkomendum þeirra. Hátíðin er liður í verkefni sem Vesturfarasetrið á Hofsósi og Karlakórinn Heimir í Skagafirði standa að og nefnist Kveðja frá Íslandi.

Á hátíðinni verður Karlakórinn Heimir í aðalhlutverki ásamt einsöngvurunum Þóru Einarsdóttur sópran og Óskari Péturssyni tenór. Strengjasveit ásamt Tómasi Higgerson píanóleikara annast undirleik. Gestakór er Hljómfélagið, undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur.

Á efnisskránni eru margar íslenskar og erlendar söngperlur sem Stefán Gíslason söngstjóri hefur útsett fyrir kórinn. Á hátíðinni verður frumflutt lagið Kveðja frá Íslandi, lagið er eftir Stefán Gíslason og textinn eftir Kolbein Konráðsson. Lagið var samið sérstaklega í tilefni af ferð kórsins til vesturstrandar Kanada þann 20. apríl næstkomandi.

Yfirskrift hátíðarinnar er Vestur um haf og er hún undanfari fyrrgreindrar sem er farin í þeim tilgangi að viðhalda og efla tengslin við fólk af íslenskum ættum sem búsett er á vesturströnd Norður Ameríku. Um 180 manna hópur áhugasamra einstaklinga, listamanna og áhrifafólks mun fara í ferðina og taka þátt í viðburðum sem skipulagðir hafa verið í Vancouver og Victoria.

Hátíðin hefst kl. 16:00.

Eftirtaldir aðilar styrkja verkefnið Hey Iceland, Eimskip, Isavia, Hótel Saga og Bílaleiga Akureyrar.