Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

MIÐASALA HEFST 9. FEBRÚAR KL. 10
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE FER FRAM DAGINN ÁÐUR. SKRÁNING HÉR

Sagnfræðinördinn og leikarinn Dave Anthony hafði hugsað sér að stofna hlaðvarp (podcast) árið 2014. Ætlunin var sú að hann myndi segja nýjum grínista í hverri viku frá óþekktum en áhugaverðum sönnum atburðum. Hann vonaði að viðbrögð grínistans yrðu þrælfyndin þar sem hann hefði ekki heyrt söguna áður. Dave ákvað að prufa þetta og fyrsti gestur hans var Gareth Reynolds. Þeir smullu strax saman og aðdáendur grátbáðu Dave um að breyta aldrei um gest og Gareth varð þar með að meðstjórnanda þáttarins.

The Dollop skaust hratt upp vinsældarlistana. Bæði áhorfendur í uppistandsklúbbum og fólk úr fræðasamfélaginu drógust að þessu undarlega hlaðvarpi líkt og mý að mykjuskán vegna trylltra sagna Daves og spunahæfileikum Gareths. The Dollop er í dag reglulegur gestur ofarlega á vinsældarlistum hlaðvarpa enda hafa milljónir halað efni þeirra niður og hlustað. Þeir hafa grínast með sagnfræðina fyrir fullu húsi á ferðum sínum um Bandaríkin og Ástralíu og nú loks er komið að Íslandi! Um er að ræða uppistandssýningu sem tekin verður upp og birt sem þáttur í hlaðvarpi The Dollop og íslenskir áhorfendur fá þar með tækifæri til að verða hluti af þessum vinsæla þætti.

Hugleikur Dagsson verður sérstakur gestur í þætti The Dollop á Íslandi. Hann þarf vart að kynna fyrir neinum enda einn vinsælasti grínisti landsins um þessar mundir!

Um Dave og Gareth
Dave Anthony er grínari með meiru og hefur birst í fjölda grínþátta á borð við Veep, Arrested Development og The Office. Dave fór einnig á kostum sem furðulegt útgáfa af sjálfum sér í þáttunum Maron eftir Marc Maron.
Hinn ungi og upprennandi Gareth Reynolds hefur leikið í kvikmyndum á borð við jólamynd Harolds & Kumars, Hail Mary, Money from Strangers og þáttunum Idiotsitter. Hann hefur einnig birst í hinum vinsælu þáttum Maron.

The Dollop sýningin (og hlaðvarpsupptakan) fer fram í Norðurljósum, Hörpu, þann 21. mars. Hugleikur Dagsson verður sérstakur gestur. Aðeins 300 sæti eru í boði og er miðaverð litlar 4.990 kr. Norðuljósum verður stillt upp eins og góðum uppistandsklúbbi; ónúmeruð sæti og bar inn í salnum.

Umsjón: Sena Live