Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Goðsögnin Engelbert Humperdinck, sem sló svo eftirminnilega í gegn með stórsmellunum, Release me, The last waltz, Quando, Quando, Quando og mörgum, mörgum fleirum, er á leið til landsins og heldur tónleika ásamt stórhljómsveit í Eldborgarsal Hörpu 26.júní.

Miðasalan hefst 6.april kl.10

Ótrúlegur ferill – ótrúlegar vinsældir

Ferill Engelbert Humperdinck spannar rétt tæp 50 ár og hann hefur selt 140 milljón hljómplötur og fengið 64 gullplötur og 35 platinum plötur, fjórar Grammy tilnefningar, tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna og fengið nafnið sitt á stjörnu á „Hollywood walk of fame“, „ Las Vegas walk of fame“ og „Leicester walk of fame“. Hann hefur fjórum sinnum skemmt fyrir Elísabetu Englandsdrottningu, skemmt nokkrum forsetum og mörgum öðrum fyrirmennum og þjóðhöfðingjum. Hann hefur hljóðritað nánast allar tegundir tónlistar, allt frá rómantískum ballöðum til kvikmyndatónlistar, diskó, rokk og jafnvel gospel. Einstök rödd hans hefur dáleitt milljónir aðdáenda um allan heim. En það er ekki bara röddin, heldur persónan sjálf og hans einstaki húmor sem gerir hann að þeirri stórstjórnu sem hann hefur verið í marga áratugi.