Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Sunnudagur 25. júní
20.00 Eldborg, Hörpu
Lokatónleikar 2017: Frjálsar hendur

Víkingur Heiðar Ólafsson kynnir dagskrána af sviðinu

Vilde Frang (fiðla), Sayaka Shoji (fiðla), Rosanne Philippens (fiðla), Davíð Þór Jónsson (píanó), Julien Quentin (píanó), Maxim Rysanov (víóla), István Várdai (selló), Nicolas Altstaedt (selló), Víkingur Ólafsson (píanó), Pétur Grétarsson (slagverk), Eggert Pálsson (slagverk), Steef van Oosterhout (slagverk).

Aldrei fyrr hefur Reykjavík Midsummer Music skartað jafn mögnuðu samansafni listamanna úr fremstu röð. Á glæsilegum lokatónleikum hátíðarinnar fá þessir stórfenglegu listamenn frjálsar hendur með verkefnavalið á stóra sviðinu í Eldborg, þar sem dirfska og spilagleði verða í fyrirrúmi. Nú eru það áheyrendur sem opna hjörtu sín fyrir hinu óvænta, en njóta leiðsagnar listræns stjórnanda hátíðarinnar, Víkings Heiðars Ólafssonar, um fjölbreytta, spennandi og háleynilega dagskrá sem endurspeglar styrkleika og ástríður listamannanna tólf. Rétt eins og ávallt á Reykjavík Midsummer Music mætast þar hið gamla og hið nýja, hið kunnuglega og framandi. Missið ekki af einstakri kvöldstund í Eldborg.