Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

7.júní kl 20: Opnunartónleikar Akademíunnar: Kvöldstund með strengjakvartettum

Dagana 1. - 7. júní stendur Akademían fyrir sérstöku námskeiði í strengjakvartettleik undir handleiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar, annað árið í röð. Undanfarin 18 ár hefur Sigurbjörn verið fiðluleikari í Pacifica strengjakvartettinum, sem er einn af bestu strengjakvartettunum í heiminum í dag. Meðlimir kvartettsins eru jafnframt prófessorar við Indiana University. Á námskeiðinu taka þátt fimm kvartettar og á þessum tónleikum munu þeir flytja afrakstur vinnu sinnar vikuna á undan.

Flutt verða brot úr strengjakvartettum eftir:
Ravel
Shostakovich
Brahms
Bartók
Mendelssohn
Mozart