Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari kynntust við nám í Listaháskóla Íslands og hafa leikið reglulega saman frá árinu 2011. Að þessu sinni flytja þær tvær sónötur eftir W.A. Mozart, Duo Concertant eftir Igor Stravinsky og og sónötu eftir Sergei Prokofiev. Þó svo að mikið vatn hafi runnið til sjávar í vestrænni tónlistarsögu frá því að Mozart samdi sínar sónötur þangað til Rússnesku samtímamennirnir sömdu sín verk milli heimstyrjalda má þó heyra og sjá ýmsar tengingar þar á milli. Enda ekki að ástæðulausu, nýklassíkin var listræn stefna sem átti að þjóna þeim tilgangi að vera ferskur andblær á móti yfirdrifinni ofurtilfinningasemi síðrómantískrar tónlistar. Til að finna þetta mótvægi sóttu tónskáld innblástur í gildi klassíska tímabilsins: skipulag, jafnvægi, skýrleika og hagkvæmni.