Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Blásaraserenaða “Gran Partita” eftir W. A. Mozart

Margir kannast eflaust við atriði úr kvikmyndinni Amadeus þar sem tónskáldið Salieri hittir unga snillinginn Mozart í fyrsta sinn. Sú undurfagra tónlist sem þar er flutt snertir Salieri djúpt. Verkið sem um ræðir er einn helsti gimsteinn blásaratónbókmenntanna: Serenaða númer 10 í B-Dúr K 361/370a fyrir tólf blásturshljóðfæri og kontrabassa, oftast kölluð “Gran Partita”.

Á síðustu árum hafa nýir hljóðfæraleikarar tekið við leiðandi sætum tréblásturs og hornleiks í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hér sameinast þeir ásamt fleiri hljóðfæraleikurum úr hljómsveitinni í flutningi á þessari perlu Mozarts.