Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Polyphonia

Voces Thules og gestir

Sönghópurinn Voces Thules flytur efnisskrá sem spannar fjölradda sönghefðir frá öndverðu. Elstu lögin koma úr íslenskum og breskum miðaldahandritum. Þá verða flutt fjölradda sálmalög frá 16. öld sem varðveittust í íslenskum handritum með íslenskum textum. Einnig verk frá gullöld fjölröddunarinnar m.a. eftir Palestrina, Byrd, Lassus og fleiri.

Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu Halldórs Vilhelmssonar óperusöngvara og húsasmiðs og eins af frumkvöðlum Íslensku óperunnar. Hann hefði orðið áttræður 24. apríl 2018 hefði hann lifað. Halldór átti töluverðan þátt í að sönghópurinn Voces Thules var stofnaður og átti m.a. hugmyndina að stærsta verkefni hópsins, heildarflutningi og útgáfu á Þorlákstíðum. Halldór tók þátt í nokkrum verkefnum sem urðu undanfari að stofnun hópsins þar sem viðfangsefnin voru fjölradda verk frá 16. öld. Þættir úr nokkrum þeirra verða fluttir á tónleikunum.

Sönghópurinn Voces Thules:

Arngerður María Árnadóttir

Eggert Pálsson

Einar Jóhannesson

Eiríkur Hreinn Helgason

Guðlaugur Viktorsson

Sigurður Halldórsson