Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Á tónleikunum „Mitt er þitt“ flytja Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui ástsæl þjóðlög frá Íslandi, Írlandi og Spáni. Þar má heyra sönglög sem hafa fest sig í minni kynslóðanna, s.s. „Down By the Salley Gardens“, „Vísur Vatnsenda-Rósu“ og „Nana de Sevilla“ sem Federico García Lorca hljóðritaði á fyrri hluta 20. aldar. Þau flytja einnig lög á basknesku, valensíanó og ladínó, sem var tungumál gyðinganna sem bjuggu á Spáni áður en þeir voru hraktir þaðan árið 1492. Mörg sönglaganna má finna á geisladiskunum Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög (12 tónar) og Secretos quiero descubrir – Spanish Songs for Voice, Violin and Guitar (ABU Records) með Guðrúnu og Javier.