Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Tímasetning:           Sunnudagur 7. janúar 2018 kl 17:00

Staðsetning:            Norðurljósasalur Hörpu

Ávarp                       Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra

Flytjendur:              Ólafur Kjartan Sigurðarson, bariton
                                 Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari

                                 Verðlaunahafar Tónlistarsjóðs Rótarý 2018
                                 Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
                                 Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari

Stjórnandi tónlistardagskrár: Jónas Ingimundarson

Um flytjendurna:

Ólafur Kjartan Sigurðarson nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni og Ólafi Vigni Albertssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama. Hann var fastráðinn söngvari við Íslensku Óperuna 2001-2004 og meðal hlutverka hans þar eru Scarpia, Macbeth, Papageno, tveir Fígaróar (Rossini og Mozart), Schaunard og Tarquinius. Ólafur Kjartan var fastráðinn við óperuna í Saarbrücken en hefur undanfarin misseri starfað sjálfstætt og syngur víða um heim.

Af fjölmörgum verkefnum hans eru hlutverk í óperum Verdis, Puccinis og Wagners hvað mest áberandi; Macbeth, Jago, Renato, Falstaff, Scarpia, Jack Rance, Telramund, Alberich, Klingsor, Hollendingurinn fljúgandi og síðast en ekki síst Rigoletto.  Hann hefur einnig hlotið lof fyrir túlkun sína á Barnaba, Bláskegg, Escamillo, Gérard, Jochanaan og Tonio.

Ólafur Kjartan hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á Rigoletto.

Ólafur Kjartan hefur einnig komið fram á fjölda tónleika víða um heim. Nýlega söng hann við vígslu nýrrar tónleikahallar í Lugano undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, í níundu sinfóníu Beethovens á tónleikaferð um Japan undir stjórn Toshiuki Kamioka og á nýliðnu sumri í Canberra, Melbourne og Sidney. Hann hefur einnig margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Meðal næstu verkefna Ólafs Kjartans er hlutverk Rigoletto við Finnsku þjóðaróperuna og hjá Minnesota Opera, Falstaff hjá Opera Colorado, Lohengrin í Prag svo fátt eitt sé nefnt.

Helga Bryndís Magnúsdóttir hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Síðar nam hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem einleikari og píanókennari árið 1987. Aðalkennari hennar þar var Jónas Ingimundarson píanóleikari. Framhaldsnám stundaði Helga Bryndís hjá Leonid Brumberg í Vínarborg, Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila í Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og í kammermúsik ýmiskonar og þá ekki hvað minnst með söngvurum. Hún starfar nú sem píanóleikari við Listaháskóla Íslands og tónlistarskólana í Reykjanesbæ og Kópavogi. Hún er meðlimur í Caput hópnum.

Um verðlaunahafa Tónlistarsjóðs Rótarý 2018

Jóna G. Kolbrúnardóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var ung að árum þegar hún hóf að syngja og hefur sungið í ýmsum kórum bæði sem meðlimur og einsöngvari. Hún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2014 undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur. Haustið 2014 hélt hún í framhaldsnám til Vínarborgar þar sem hún stundar söngnám við Tónlistarháskólann undir leiðsögn Univ. Prof. Gabriele Lechner. Jóna hefur tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum m.a. hjá Anne Sofie von Otter og Christine Schäfer. Haustið 2016 tók hún þátt í uppsetningu á óperunni Die Kluge eftir Carl Orff þar sem hún söng titilhlutverkið. Jóna kom fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Ungir einleikarar í janúar 2017. Hún hefur síðustu tvö sumur komið fram á tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Songs í Hörpu. Hún söng bakraddir inn á Biophilia plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og tók svo þátt í þriggja ára tónleikaferðalagi sem fylgdi á plötunni eftir.

Hrafnhildur? ?Marta? ?Guðmundsdóttir? ?sellóleikari? ?hóf? ?sellónám? ?við? ?Tónlistarskólann? ?á? ?Akureyri ung? ?að? ?árum.? ?Síðan? ?hún? ?lauk? ?þaðan? ?framhaldsprófi? ?hefur? ?hún? ?stundað? ?sellónám? ?við? ?Listaháskóla Íslands? ?undir? ?handleiðslu? ?Sigurgeirs? ?Agnarssonar? ?og? ?Gunnars? ?Kvaran? ?auk? ?sellónáms? ?við Konunglega? ?Konservatoríið? ?í? ?Kaupmannahöfn? ?undir? ?handleiðslu? ?prof.? ?Morten? ?Zeuthen.? ?Í desember? ?síðastliðnum? ?útskrifaðist? ?Hrafnhildur? ?með? ?bakkalárgráðu? ?frá? ?einum? ?virtasta tónlistarháskóla? ?Bandaríkjanna,? ?Jacobs? ?School? ?of? ?Music,? ?Indiana? ?University? ?þar? ?sem? ?kennari hennar? ?var? ?Grammy? ?verðlaunahafinn? ?Brandon? ?Vamos ?sellóleikari? ?Pacifica? ?strengjakvartettsins. Hrafnhildur? ?lauk? ?þá? ?fjögurra? ?ára? ?bakkalárnámi? ?á? ?tveimur? ?og? ?hálfu? ?ári? ?með? ?framúrskarandi einkunnir? ?og? ?hlaut? ?hún? ?hina? ?eftirsóttu? ?viðurkenningu? ?,,Founders? ?Scholar”? ?þrjú? ?ár? ?í? ?röð.  Nú? ?í? ?haust? ?hóf? ?Hrafnhildur? ?meistarnám? ?við? ?sama? ?skóla? ?á? ?fullum? ?skólastyrk? ?eftir? ?að? ?hafa? ?hlotið hæstu? ?mögulegu? ?einkunn? ?í? ?inntökuprufum? ?síðasta? ?vor,? ?þar? ?sem? ?henni? ?var? ?einnig? ?boðið? ?í? ?viðtal vegna? ?stöðu? ?aðstoðarkennara? ?í? ?tónfræði.? ?Í? ?janúar? ?2017? ?lék? ?Hrafnhildur? ?einleik? ?með Sinfóníuhljómsveit? ?Íslands? ?eftir? ?að? ?hafa? ?borið? ?sigur? ?úr? ?býtum? ?í? ?einleikarakeppni? ?Listaháskóla Íslands? ?og? ?Sinfóníuhljómsveitarinnar.?

Árlega heldur Jacobs School of Music við Indiana University Beethovenhaus keppni sem er opin strengjakvartettum við skólann, en sigurvegara launin eru vikulangt "recidency" við Beethoven húsið í Bonn í Þýskalandi. Kvartett Hrafnhildar Mörtu bar sigur úr býtum í október sl. og mun því dvelja í Beethoven húsinu vikulangt í Mars 2018 og halda m.a. tónleika í kammersal hússins með kvartettum eftir Mozart, Mendelssohn og Beethoven. Hrafnhildur mun auk þess geta rannsakað upprunaleg handrit Beethovens undir handleiðslu helstu fræðimanna okkar tíma um ævi og störf tónskáldsins.

Tónlistarsjóður Rótarý

Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms.  Árlega er veitt úr tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi.

Úthlutanir frá upphafi

2017: Jóhann Kristinsson baritón og Ísak Ríkarðsson fiðluleikari
2016: Ásta Kristín Pjetursdóttir víóluleikari og Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran
2015: Baldvin Oddsson trompetleikari og Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari
2014: Lára Bryndís Eggertsdóttir, orgelleikari
2013: Fjölnir Ólafsson, barítónsöngvari, og Matthías Ingiberg Sigurðsson, klarínettuleikari og tónsmiður
2012: Andri Björn Róbertsson, bassabarítónsöngvari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari
2011: Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir hörpuleikari
2010: Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Jóhann Már Nardeau trompetleikari
2009: Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari
2008: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari
2007: Bragi Bergþórsson, tenór
2006: Ari Þór Vilhjálmsson, fiðluleikari
2005: Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari