Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

kl 20:00 - UPPSELT!
kl 17:00 - laus sæti


Michael Jackson „konungur poppsins“ einn vinsælasti skemmtikraftur allra tíma hefði orðið 60 ára 29.ágúst á þessu ári hefði hann lifað. Af því tilefni verður stórsýningin: Invincible: A Glorious Tribute to Michael Jackson sett upp í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 8.september.

Þessi magnaða tónleikasýning kemur til Íslands beint frá New York en hún hefur undanfarin ár verið sett upp víða í Bandaríkjunum. Öll vinsælustu lög Michael Jackson verða flutt af magnaðri hljómsveit, dönsurum og þeim Jeffrey Perez og ?Pete Carter sem skipta með sér að túlka Michael Jackson. Báðir hafa þeir náð ótrúlegum árangri í að herma eftir kónginum sjálfum.

Pete Carter hefur frá barnsaldri tileinkað sér dansspor og hreyfingar Jackson og þykir ná töktum hans á undraverðan hátt en hann hefur það að atvinnu að vera svokallaður ,,Michael Jackson Impersonator.“  Jeffrey Perez er með söngstílinn algjörlega á hreinu og er einstaklega líkur Jackson þegar hann var upp á sitt besta eins og hann sýndi í þættinum hjá Ellen en það myndbrot ásamt fleirum má sjá á Facebook síðu Funk Events

Þetta er tónleikasýning sem inniheldur mikinn dans, flottan söng og stórkostlega skemmtun! Eitthvað sem enginn sannur Michael Jackson aðdáanda má láta fram hjá sér fara!

Einn af danshöfundum Jacksons sjálfs, Lavelle Smith Jr.sá um sviðshreyfingar sýningarinnar
Höfundur og leikstjóri er Darrin Ross frá RossLive Entertainment.

The No. 1 Michael Jackson Tribute show!

Umsjón: Funk Events ehf