Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Hér leiða saman hesta sína sænski básúnuleikarinn og söngvarinn Nils Landgren og jazztríóið Hot Eskimos. Nils Landgren er einn virtasti jazztónlistarmaður Svía og nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og margverðlaunaður fyrir verk sín. Hot Eskimos gáfu árið 2011 út geisladiskinn „Songs from the top of the world“ sem hlaut geysigóðar viðtökur og er nýr diskur þeirra félaga væntanlegur í verslanir á næstunni.

Hot Eskimos hafa gjarnan leikið sér að því að setja þekkt rokk- og popplög í jazzbúning og það hefur Nils reyndar gert töluvert líka, svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu samstarfi, – búast má við að heyra þekkt lög í jazzbúningi í bland við einhverja frumsamda söngva og ef til vill þjóðlög frá Svíþjóð og Íslandi í nýjum útsetningum.

Fram koma:
Nils Landgren – básúna og söngur / trombone and vocal
Karl Olgeirsson – píanó / piano
Jón Rafnsson – kontrabassi / bass
Kristinn Snær Agnarsson – trommur / drums
Þessir tónleikar eru styrktir af Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns