Tix.is

Hljómahöll

Um viðburðinn

Rapp hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram á Trúnó-tónleikaröðinni í Hljómahöll þann 15. feb 2018. Strákarnir fara yfir ferlinn og spila lög af öllum þremur breiðskífum sínum, segja skemmtilegar sögur af tónleikaferðalögum sínum og skapa skemmtilegt andrúmsloft.

Hljómahöll setti af stað nýja tónleikaröð fyrr í haust sem ber heitið TRÚNÓ. Tónleikarnir fara allir fara fram í tónleikasalnum Bergi sem er minnsti salur Hljómahallar með aðeins 100 sætum. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem koma fram í tónleikaröðinni eru yfirleitt vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

„Hugmyndin hjá okkur er að gera stóra tónleika í litlum sal. Áherslan er öll á nándina og að gera þetta risastórt en bara fyrir þann litla fjölda sem nær að tryggja sér miða. Áhorfendur munu vera mjög nálægt listamanninum eða hljómsveitunum í Bergi. Þaðan kom hugmyndin að nafninu á tónleikaröðinni. Áhorfendur eru svo gott sem á trúnó með flytjandanum. Hvort listamennirnir fari svo á trúnó með áhorfendum er svo undir þeim komið. Venjulega spila þessir listamenn fyrir miklu stærri hópa áhorfenda þannig að þetta ættu að verða mjög skemmtilegir tónleikar. Fólk þarf bara að hafa hraðar hendur. Það verða bara 100 miðar til sölu á hverja tónleika.“ –segir í tilkynningu.