Tix.is

Þjóðleikhúsið

Um viðburðinn

Spaugstofan stendur við sín kosningaloforð og snýr aftur með gleðisýninguna sem skaut af fólki skónum úr hlátri síðasta vetur. Þeir voru góðir í sjónvarpinu en eru betri á sviði. Skotheld skemmtun fyrir alla!

Fyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Þetta samstarf reyndist í meira lagi vanabindandi - og enn hefur þeim ekki tekist að hætta. Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá ekkert heilagt.

Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! (Ef fjölskyldan er ekki alltof viðkvæm...)

Spaugstofan í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Höfundar og leikarar: Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason
Söngtextar og bundið mál: Karl Ágúst Úlfsson
Tónlist: Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Gunnar Þórðarson og fleiri
Tónlistarstjórn: Jónas Þórir Þórisson

Aðstoð við leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Sviðshreyfingar: Katrín Ingvadóttir
Aðstoð við útlit: Finnur Arnar Arnarson
Lýsing: Hermann Karl Björnsson
Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson

Sýnt á Stóra sviðinu.