Tix.is

Þjóðleikhúsið

Um viðburðinn

Um viðburðinn

Vinsamlegast athugið að greiða þarf fyrir alla gesti á Brúðuloftið, börn jafnt sem fullorðna. 

 

---------------

 

 

AUKASÝNINGAR – AUKASÝNINGAR – AUKASÝNINGAR

 

Brúðuleiksýningin um Íslenska fílinn var sýnd í allt haust og þurfti að hætta sýningum fyrir fullu húsi. 

 

Settar hafa verið inn aukasýningar í febrúar og eru þetta einu sýningarnar sem í boði verða.

 

Boðið er upp á þrjár sýningarhelgar í febrúar en vegna anna hjá aðstandendum Brúðuheima í verkefnum erlendis verður ekki hægt að koma við fleiri sýningum.

 

Við hvetjum alla til að skella sér á þessa skemmtilegu og marglofuðu sýningu.

 

---------------

 

Við sláumst í ævintýraför með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælli samastað. Hverja hittir hann? Hvernig gengur fíl að fóta sig á Íslandi. Fer hann Gullna hringinn?

Miklir þurrkar geisa í Afríku – lítill, munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna megi óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt og erfitt ferðalag til að finna þennan ótrúlega stað.

Sagan um íslenska fílinn er skemmtileg og fyndin, en fjallar jafnframt um mikilvæga hluti, eins og þrautseigju og hugrekki til að takast á við hið óþekkta. En það getur reynst þrautin þyngri að aðlagast nýjum aðstæðum án hjálpar annarra.

Uppspretta sögunnar er djúpt þakklæti og virðing fyrir landinu okkar, veröldinni og íbúum þessarar jarðarkringlu.

Brúðuheimar og Þjóðleikhúsið.

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Brúðugerð, brúðuleikur, leikmynd og tónlist: Bernd Ogrodnik

Búningar: Ólöf Haraldsdóttir

Handrit: Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Hljóðmynd: Magnús Magnússon

Aldurshópur: 3-8 ára.

Sýnt á Brúðuloftinu