Tix.is

Þjóðleikhúsið

Um viðburðinn

Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti

Eina sem ég get gert er að velja: kveljast, eða hætta þessu og taka í hendina á einhverjum gaur í Mikka Mús búning í Disneylandi og trúa honum og treysta fyrir sorgum mínum og sigrum meðan hann svitnar í múnderingunni.

Maður á barmi sálræns hengiflugs vegna fjölskylduaðstæðna, efnahags- og tilvistalegrar krísu, ræðst á tilgangsleysi lífsins. Líf sem einkennist af efnishyggju samtímans. Hann skipuleggur æðisgenginn flótta frá skilyrtu samfélagi ásamt tveimur ungum sonum sínum. Hann ætlar að taka út ævisparnaðinn. Hann ætlar að brjótast inná Pradó listasafnið í Madríd og eyða einni nótt með listaverkum Goya. Synir hans vilja frekar fara í Disneyland, París.

AÐSTANDENDUR

Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Leikari: Stefán Hallur Stefánsson
Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson
Þýðing: Stefán Hallur Stefánsson/Una Þorleifsdóttir
Framleiðendur: STuna/Brekidreki slf.
Meðframleiðendur:Þjóðleikhúsið/Act Alone

Þakkir : Eva Signý Berger, Magnús Þór Þorbergsson, Ari Matthíasson, Elfar Logi, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Jói Kontrol, Guðmundur Erlingsson, fjölskyldur og vinir

Stertabenda

Stertabenda –u, ur kvk: busl og ærsl, fát, flækja, glundroði, ólestur, ósamlyndi, óskapnaður, ringulreið, reiðileysi, ruglingur, tvístringur, uppnám; getulaus hross farið í stertabendu

Meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál

Stertabenda var útskriftarsýning Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. Sýningin hlaut fádæma góðar viðtökur og færri komust að en vildu. Nú er Stertabenda sett upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og aðeins örfáar sýningar á dagskrá.

Stertabenda gerir leikhúsmiðilinn sjálfan að umfjöllunarefni sínu; Hljómsveitin Eva sér um tónlistina og fjórir ástríðufullir leikarar keppast við að vinna hylli áhorfenda með öllum ráðum og gervum - enda má allt í ást og leikhúsi.