Tix.is

Salurinn

Um viðburðinn

Þessi frábæra söngkona fagnar útkomu þriðju sólóplötunnar sem verður flutt í heild sinni auk eldra efnis.

Hildur Vala Einarsdóttir vakti þjóðarathygli árið 2005 þegar hún sigraði í Idol Stjörnuleit og í kjölfarið tók íslenska þjóðin við hana ástfóstri. Fyrstu tvær sólóplötur hennar náðu miklum vinsældum en síðan dró Hildur Vala sig úr sviðsljósinu og við tók tónlistar- og háskólanám auk þess sem þrjú börn hafa komist á legg.  Í febrúarmánuði 2018 kemur loks hennar þriðja sólóplata út og í þetta sinn semur hún tónlistina sjálf.  Platan verður flutt í heild sinni auk þess sem gömlu, góðu lögin fá að fljóta með. 
Henni til aðstoðar verður úrvalslið tónlistarmanna.

Aðdáendur Hildar Völu ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara.