Tix.is

Salurinn

Um viðburðinn

Söngkonan sjarmerandi, hin færeyska Kristina, heldur einstaka tónleika í Salnum 24. febrúar. Þar mun hún syngja margar af þekktustu perlum kántrítónlistarinnar, sígild lög eins og “Stand by Your Man”, “Crazy” og “Nine to Five”, svo aðeins fáein séu nefnd. Einnig mun Kristina flytja nokkur lög úr eigin smiðju, sem hljóðrituð voru í Nashville og notið hafa hylli, ekki síst í heimalandi hennar, hvar hún hefur um alllangt skeið verið orðlögð fyrir framúrskarandi söng og túlkun. Boðið verður uppá ósvikna sjö manna kántrýhljómsveit, sem inniheldur meðal annars einn fremsta pedal-steel spilara í Evrópu, en það hljóðfæri heyrist ekki oft tekið til kostanna hérlendis. Þetta er sannkallað dauðafæri fyrir unnendur kántrýtónlistar, sem alltof sjaldan fá að heyra slíkt efni á vönduðum tónleikum sem þessum.

Hljómsveitin verður skipuð eftirfarandi listamönnum:

Söngur : Kristina

Piano og raddir: Þórir Úlfarsson
Gítar og raddir: Pétur Valgarð Pétursson
Pedal Steel: Jákup Zachariassen
Fiðla: Daniel Cassidy
Trommur: Einar Valur Scheving
Bassi: Róbert Þórhallsson
Bakraddir: Nita Højgaard