Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Frönsk veisla - Sinfóníuhljómsveit Íslands
21. sep. » 19:30 Eldborg | Harpa                       

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Yan Pascal Tortelier 

EINLEIKARAR
Lucas og Arthur Jussen 

EFNISSKRÁ
Paul Dukas Lærisveinn galdrameistarans
Francis Poulenc Konsert fyrir tvö píanó
Maurice Ravel Valses nobles et sentimentales
Maurice Ravel Pavane fyrir látna prinsessu
Jacques Offenbach Þættir úr Gaîté Parisienne                       

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 18:00

Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, býður til sinfónískrar veislu þar sem flutt verða létt og aðgengileg tónverk frá heimalandi hans. Leiknir verða nokkrir vinsælir þættir úr verkum Offenbachs, meðal annars forleikurinn að Parísarlífi og hinn víðfrægi Can-Can dans úr óperettunni Orfeus í undirheimum. Einnig hljóma tvö gjörólík verk eftir Maurice Ravel, fjörug valsasyrpa og hið ljúfsára Pavane fyrir látna prinsessu. Lærisveinn galdrameistarans er eitt frægasta tónaljóð franskrar tónlistar og margir þekkja það úr teiknimyndinni sívinsælu Fantasíu. Konsert Poulencs fyrir tvö píanó frá árinu 1932 er sannkallað meistaraverk sem spannar vítt róf hvað stíl snertir, allt frá Mozart til djasstónlistar.

Hollensku bræðurnir Lucas og Arthur Jussen eru meðal skærustu ungstirna píanóheimsins. Þeir hafa unnið til fjölda verðlauna og hljóðritað fjóra diska fyrir Deutsche Grammophon sem allir hafa hlotið frábæra dóma í heimspressunni. Þeir bræður vöktu mikla athygli fyrir tónleika sína í Hörpu fyrir fáeinum árum og snúa nú aftur til Íslands með einn frægasta tvíkonsert allra tíma í farteskinu.