Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Ævintýratónleikar Ævars - Sinfóníuhljómsveit Íslands
10. feb. » 14:00 Eldborg | Harpa

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Bernharður Wilkinson

KYNNIR
Ævar Þór Benediktsson

EFNISSKRÁ
Tónlist úr HarryPotter, Hringadróttinssögu, Draugabönum o.fl.

Ævar Þór, vísindamaður, leikari og rithöfundur sló eftirminnilega í gegn á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir tveimur árum. Nú er hann mættur aftur með spennuþrungin ævintýri í farteskinu. Ævar og Sinfóníuhljómsveitin fara um víðan völl og með forvitnina að vopni kynnir hann fyrir hlustendum ævintýralegustu tónverkin sem hann þekkir. Þess á milli á milli segir Ævar nokkur af uppáhalds ævintýrunum sínum.

Á tónleikunum verður meðal annars flutt tónlist úr Harry Potter-myndunum, Sjóræningjum Karíbahafsins, Hringadróttinssögu og Draugabönum ásamt glænýju íslensku tónverki sem var unnið upp úr verðlaunabókinni Þín eigin þjóðsaga. Ekki missa af þessum æsispennandi ævintýratónleikum þar sem hlustandinn veit ekki hvers má vænta handan hornsins.