Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Föstudagsröðin: Mozart og Arvo Pärt - Sinfóníuhljómsveit Íslands
1. des. » 18:00 Norðurljós | Harpa

EINLEIKARI OG STJÓRNANDI
Víkingur Heiðar Ólafsson

EINLEIKARAR
Nicola Lolli fiðluleikari
Sigurgeir Agnarsson sellóleikari

EFNISSKRÁ

Arvo Pärt Für Alina
Arvo Pärt
 Spiegel im Spiegel
Arvo Pärt
 Mozart-Adagio
W.A. Mozart
 Píanókonsert nr. 24 í c-moll

Mozart og Arvo Pärt voru uppi á ólíkum tímum en í listinni eiga þeir margt sameiginlegt. Tónlist þeirra er tær og oft einföld á yfirborðinu en þegar vel er að gáð býr þar margt að baki. Für Alina fyrir píanó var tímamótaverk á ferli Pärts; með því fann hann sína eigin rödd eftir áralanga þögn. Spiegel im Spiegel fyrir fiðlu og píanó er eitt hans kunnasta verk sem hefur hljómað í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta. Mozart-Adagio er útsetning Pärts fyrir tríó á yndisfögrum kafla úr einni af píanósónötum Mozarts og þar fléttast raddir meistaranna saman með einstökum hætti. 

Píanókonsertinn í c-moll sem Mozart samdi veturinn 1785–86 er óvenju dökkur og stormasamur, fyrirboði þess konar tjáningar sem margir tengja fremur við Beethoven. Í verkinu kafar Mozart í sálardjúpin með öðrum hætti en hann hafði áður gert í tónlist sinni. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik og stjórnar hljómsveitinni frá flyglinum rétt eins og tíðkaðist á dögum Mozarts.  

Kynnar á tónleikunum eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson.

„Uppselt er á tónleikana en hægt er að tryggja sér miða með áskrift að Föstudagsröðinni. Kaupa áskrift