Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Klassíkin okkar: Heimur óperunnar - Sinfóníuhljómsveit Íslands
1. sep. » 20:00 Eldborg | Harpa                       

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Daníel Bjarnason                       

EINSÖNGVARAR
Þóra Einarsdóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
Elmar Gilbertsson
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Kristinn Sigmundsson
Dísella Lárusdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Suzanne Ficher
Hildigunnur Einarsdóttir

KÓRAR

Kór Íslensku óperunnar
Óperukórinn í Reykjavík
Karlakór Kópavogs                       

EFNISSKRÁ
Dagskrá tónleikanna kynnt síðar                       

Hver er uppáhalds óperuarían þín? Er það Nessun dorma úr Turandot eða aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni? Eða kannski Söngurinn til mánans eftir Dvor?ák? Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem haldnir voru í fyrrahaust vöktu mikla hrifningu og nú verður leikurinn endurtekinn með áherslu á óperutónlist. RÚV í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperuna efnir til netkosningar þar sem allir landsmenn geta valið eftirlætis óperuaríurnar sínar. Þær aríur sem flest atkvæði hljóta í kosningunni verða svo fluttar á tónleikum í Eldborg sem um leið er upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og fremstu söngstjörnur Íslands verða til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um efnisskrána enn því að verkefnavalið er alfarið í höndum þjóðarinnar.

Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Netkosningin stendur til 17. júní og er slóðin www.ruv.is/klassikin